:

  • Undanþága fékkst fyrir 150 manns hvorn dag í Undirfellsrétt, það er að segja föstudaginn 4. september og laugardaginn 5. september, hafa nú þegar verið sendir út aðgöngumiðar til fjáreigenda, fyrir báða dagana.
  • Undanþága fékkst fyrir 175 manns í Auðkúlurétt, það er að segja laugardaginn 5. september, hafa nú þegar verið sendir út aðgöngumiðar til fjáreigenda.
  • Undanþágurnar eru meðal annars háðar, eftirfarandi skilyrðum:
    • Að haldinn sé listi yfir þá einstaklinga sem koma í réttina með upplýsingum sem nota má til að hafa samband við viðkomandi gerist þess þörf.
    • Að upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir og 2 metra reglu séu sýnilegar.
    • Að handspritt og handþvottaaðstaða sé til staðar.
    • Að talning inn og út af svæði sé skilvirk.
    • Að lögregla umdæmis og umdæmislæknir sóttvarna séu upplýst um þessa undanþágu.
    • Að ábyrgðarmaður réttarstarfa sendi fólk sem sýnir einhver flensueinkenni tafarlaust af vettvangi og fylgist með að starfsmenn og gestir virði 2 metra reglu.
    • Minnt er á ákvæði 8. gr. auglýsingarinnar.
  • Rétt er að geta þess að öllum er óheimilt að koma í réttina nema að viðkomandi sé með aðgöngumiða.
  • Ennfremur er rétt að geta þess að þeir aðilar sem eru að flytja fé úr réttum er óheimilt að fara inn í réttir og aðstöðuhús (Fellsbúð/Dalsmynni)
  • Þeir starfsmenn sem koma til rétta eru beðnir að ganga um þá dilka sem þeim hefur verið úthlutað, inn í réttina.
  • Þess er óskað að viðkomandi bæir, sem hafa fengið senda aðgöngumiða, sendi sveitarstjóra, upplýsingar sem innihalda, nafn, kennitölu og símanúmer þeirra sem mæta til réttarstarfa eigi síðar en fimmtudaginn 3. september 2020, á netfangið: einar@hunavatnshreppur.is

Hér má finna leiðbeiningar og reglur vegna gangna og rétta:

Hér má finna auglýsingu heilbrigðisráðherra:

Getum við bætt efni þessarar síðu?