Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við sveitarfélög í Húnavatnssýslum, leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs á svæðinu. Í auglýsingu segir að þátttakendur fái leiðsögn og fræðslu í áætlanagerð, vöruþróun og frumgerðasmíð. Verkefnið hefst í febrúar og skila þátttakendur viðskiptaáætlun um verkefni sín í lok apríl. Besta viðskiptahugmyndin fær allt að 1.000.000 krónur í verðlaun.

Ratsjáin
Ratsjáin er nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem býður stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum þátttöku í þróunarferli með það að markmiði að efla þekkingu og hæfni sína á svið fyrirtækjareksturs.

Kynningarfundir um Ræsingu Húnaþinga og Ratsjána verða 25. janúar á:

Blönduósi, í Eyvindarstofu klukkan 12-13 (súpa og brauð).

Hvammstanga, á skrifstofu SSNV Höfðabraut 6 klukkan 16-17 (kaffi og með því).

Umsóknarfrestur í bæði verkefnin er til og með 3. febrúar 2019.

Umsóknarform og frekari upplýsingar eru á www.nmi.is/ratsja, www.nmi.is/raesing eða hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur, selma@nmi.is og Sigurði Steingrímssyni, sigurdurs@nmi.is.  

Getum við bætt efni þessarar síðu?