Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin hefur verið á Blönduósi síðan 2016. Prjónahátíðin á Fanø í Danmörku er fyrirmynd Prjónagleðinnar en sú hátíð hefur verið haldin árlega síðan 2005.
Prjónagleðin á Íslandi er byggð upp á fjölbreyttum námskeiðum með úrvalskennurum, fyrirlestrum og prjónatengdum viðburðum. Glæsilegt markaðstorg er stór hluti af hátíðinni þar sem handlitarar, smáspunaverksmiður, handverksfólk og verslanir með garn og prjónatengdan varning selja fjölbreyttar freistingar fyrir prjónafólk.
Heimasíða fyrir hátíðina er í fullri vinnslu og verður opnuð á næstunni en öll skráning, dagskrá, umsókn um sölubása og kynning á viðburðum mun verða aðgengileg þar. Ef þú vilt verða fyrst/ur til þess að fá fréttir af opnun heimasíðunnar þá er tilvalið að skrá sig á póstlistann okkar með því að skrá netfangið þitt hér: www.prjonagledi.is
Húnabyggð hefur tekið við umsjón Prjónagleðinnar frá og með árinu 2025 og sér um skipulag og framkvæmd hátíðarinnar sem haldin verður dagana 30.maí -1.júní n.k. á Blönduósi. Fyrirkomulag hátíðarinnar verður með svipuðum hætti og fyrri ár. Skráningarupplýsingar sem og almennar upplýsingar eru aðeins seinna á ferðinni þetta árið vegna yfirfærslu verkefnisins frá Textílmiðstöðinni til Húnabyggðar.
Undirbúningur er þó í fullum gangi og á lokametrunum og verður opnun heimasíðunnar tilkynnt á samfélagsmiðlum, heimasíðu Húnabyggðar og heimasíðu hátíðarinnar um leið og þær liggja fyrir.
Sé óskað eftir frekari upplýsingum má hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið prjonagledi@hunabyggd.is