03. maí 2022
Fréttir
Eins og flestir vita hafa framkvæmdir við byggingu list og verkgreina álmu við Blönduskóla staðið yfir. Framkvæmdum er að mestu lokið og aðeins smá frágangur eftir. Kennsla hófst á fullum krafti í myndmennt og heimilisfræði 24. janúar síðastliðin og smíða og textílkennslan fylgdi á eftir strax í febrúar. Nemendur jafnt og kennarar eru ánægðir með nýju aðstöðuna enda er þetta í fyrsta skipti þar sem allar list og verkgreinarnar eru kenndar í sama húsnæði á lóð skólans.
Hægt verður að koma og skoða nýju aðstöðuna fimmtudaginn 5. maí frá klukkan 15:30 til 17:00.
Gengið er inn um aðalinngang Gamla skóla.
Allir áhugasamir velkomnir