Myndin sem er hér neðst í fréttinni er af þeim fjórum merkjum sem keppa um að verða nýtt byggðarmerki Húnabyggðar.

Hér er hægt að sjá texta höfunda sem fylgir merkjunum.

Það bárust í allt 50 mismunandi tillögur frá 29 hönnuðum og við þökkum öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir skemmtilegar og fallegar tillögur.

Ákveðið hefur verið að gefa öllum íbúum Húnabyggðar kost á því að taka þátt í þessu vali í skoðanakönnun.

Athugið að þessi könnun er einungis fyrir þá sem hafa lögheimili í Húnabyggð og hver aðili má einungis  taka þátt einu sinni.

Vinsamlegast ýtið á hlekkinn hér fyrir neðan til að taka þátt í rafrænni skoðanakönnun:

Rafræn skoðanakönnun um byggðarmerki Húnabyggðar

Frá og með miðvikudeginum 9. nóvember verður einnig hægt að koma á skrifstofu sveitarfélagsins að Hnjúkabyggð 33 og taka þátt í könnuninni.  Skrifstofa Húnabyggðar er opin alla virka daga frá kl. 9:00-15:00. Könnuninni líkur formlega að kvöldi þriðjudagsins 15. nóvember en þá verður haldinn opinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem hægt verður að taka þátt í könnuninni. Við ætlum einnig að leyfa yngri íbúum sveitafélagsins að taka þátt og grunnskólinn okkar mun hjálpa okkur með það.

Við viljum hvetja ykkur öll að taka þátt! 

 

byggðamerki

Getum við bætt efni þessarar síðu?