25. september 2020
Fréttir
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósvæjar samþykkti byggingar- og framkvæmdaleyfi við uppsteypun á undirstöðum fyrir brúna, koma fyrir stálgrind frá 1897 fyrir á undirstöðunum, smíða nýtt brúargólf úr timbri og koma fyrir handriði á henni.
Nýja brúin í Hrútey er gamla Blöndubrúin sem var vígð 1897, árið 1962 var hún flutt fram í Svartárdal og brúaði þar Svartá við Steinárbæina og stóð þar í tæp 40 ár. Brúin var aftur flutt á Blönduós og hefur nú fengið yfirhalningu og mun þjóna nýjum tilgangi sem göngubrú yfir í Hrútey og mun brúin verða tengd gönguleiðum beggja vegna og að lokum verður núverandi göngubrú fjarlægð