Yfirkjörstjórn í sameiginlegu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar hefur birt auglýsingu um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í sameiginlegu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar sem fram fara 14. maí 2022. Framboð þarf að tilkynna skriflega til kjörstjórnar eigi síðar en á hádegi 36 dögum fyrir kjördag. Frestur til að skila inn framboðslistum er því til klukkan 12 föstudaginn 8. apríl næstkomandi.

Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðsgögnum þann dag milli klukkan 10 og 12 í fundarsal skrifstofu Blönduósbæjar að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Klukkan 13 á sama stað hefst fundur um yfirferð framboðslista. Framboðslistunum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listunum eru um að þeir hafi gefið samþykki sitt fyrir því að nöfn þeirra séu á listunum. Framboðslistunum skal einnig fylgja skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í sameiginlegu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar um stuðning við listana, að lágmarki 20 meðmælendur og að hámarki tvöföld sú lágmarkstala. Fram þarf að koma nöfn meðmælenda, kennitölur þeirra og heimili. Vakin er athygli á því að hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar.

Í yfirkjörstjórn eru Lee Ann Maginnis, Erla Ísafold Sigurðardóttir og Björn Magnússon.

 

Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands www.kosning.is er að finna greinargóðar leiððbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista, svo sem sýnishorn af framboðslista, lista meðmælenda og samþykki frambjóðenda.

Getum við bætt efni þessarar síðu?