Stoð ehf. verkfræðistofa, f.h. Blönduósbæjar óskar eftir tilboðum í gerð vatns- og fráveitulagna vegna fyrsta áfanga götunnar Miðholts á Blönduósi sem er skammt sunnan við núverandi byggð. Í verkinu felst lögn á stofnlögnum fráveitu og vatnsveitu, frá Hnjúkabyggð að Miðholti 1.

Vatnsveitu [1]stofn (ø110 PEH) skal leggja frá núverandi stofnlögn við Hnjúkabyggð, við hringveg er stofninn sveraður upp í ø160 PEH vegna breytinga sem fyrirhugað er að gera síðar á tengingum á svæðinu. Við Miðholt 1 greinist stofninn í tvær ø110 PEH lagnir. Önnur verður blinduð en hin endar í brunahana sem setja skal upp við lóðina.

Lengd vatnsveitu í verkinu er um 520 m. Leggja skal fráveitulagnir frá Miðholti 1 annars vegar er skólplögn sem endar í brunni við Hnjúkabyggð. Hins vegar er regnvatnslögn sem endar í skurði neðan Miðholts. Fráveitukerfið mun í framtíðinni þjóna öllu hverfinu á Miðholti. Lengd fráveitulagna í verkinu er um 640 m. Götuljósastrengur verður lagður í skurð með vatns- og fráveitu en tengingar á strengnum eru ekki innifaldar í verkinu.

 

Tilboðum skal skila fyrir kl. 11:00 fimmtudaginn 16.september 2021 á skrifstofu Blönduósbæjar að Hnjúkabyggð 33, í lokuðu umslagi merktu: Miðholt, Blönduósi - veitur 2021 tilboð. Tilboðin verða opnuð á sama stað og á sama tíma.

Verkkaupi áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum sem eru hærri en kostnaðaráætlun ráðgjafa og/eða samþykktar fjárheimildir vegna verksins.

 

Atli Gunnar Arnórsson 

Stoð ehf. verkfræðistofa

 

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?