17. janúar 2020
Fréttir
- Enn á eftir að skrá mörk á all mörgum bæjum.
- Best er að endurnýja skráningu með því að hafa samband við Jóhann Guðmundsson, Holti, Svínadal, í síma 861-5592.
- Frestur til að skila hefur verið framlengdur til 1.febrúar - koma svo bændur!
- Á meðal þess fáa sem haldist hefur svo til óbreytt frá upphafi byggðar á Íslandi er afréttakerfið; göngur, réttir og notkun marka.
- Fyrstu markaskrárnar voru prentaðar upp úr miðri 19. öld, áður voru þær handskrifaðar en mest virðast mörkin hafa varðveist í munnlegri geymd, mann fram af manni, öld eftir öld.
- Þetta eru ómetanleg verðmæti sem skipta máli enn í dag.