Nú líður að lokum atkvæðakvæðagreiðslu vegna sameiningar Húnabyggðar og Skagabyggðar í eitt sveitarfélag og vill kjörstjórn hvetja þá sem eftir eiga að greiða atkvæði að gera það fyrir lok kjörfundar á laugardag 22. júní kl 18.
Opnunartími kjörstaða er eftirfarandi:
Húnabyggð, 20.-21. júní verður opið frá kl. 9-15 á bæjarskrifstofu og laugardaginn 22. júní verður opið frá kl. 10-18 í Norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar.
Skagabyggð, laugardaginn 22. júní verður opið frá kl. 12-18 í Skagabúð.
Kosningarétt hafa íslenskir og norrænir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri fyrir lok atkvæðagreiðslunnar þann 22. júní 2024 og eru með skráð lögheimili í öðru hvoru sveitarfélaganna þann 16. maí 2024. Erlendir ríkisborgarar sem uppfylla sömu skilyrði og íslenskir og sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir upphaf kosningar, eiga einnig kosningarétt.
www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa
Eftir að kjörfundi lýkur tekur við talning atkvæða sem fer fram á kjörstöðum beggja sveitarfélaga, fyrir opnum dyrum svo að almenningi er frjálst að fylgjast með eftir því sem húsrúm leyfir.
Niðurstöður kosninganna verða birtar á heimasíðum sveitarfélaganna að lokinni talningu og öðrum miðlum eftir atvikum.