Leikskólinn Barnabær, Blönduósi auglýsir eftir deildarstjórum í 100 % stöður og 50 % stöðu sérkennslustjóra frá og með 6. ágúst 2020
Barnabær er fjögurra deilda leikskóli með 64 nemendum og eru börnin frá 8 mánaða til 6 ára aldurs. Deildirnar eru aldursskiptar og er elsti hópurinn staðsettur í öðru húsnæði. Mjög gott samstarf er við Blönduskóla en elsti hópurinn fer í kennslustundir einu sinni í viku allan veturinn. Einkunnarorð skólans eru: Leikur, gleði, virðing.
Á Barnabæ er verið að innleiða jákvæðan aga og gott samstarf er við leikskólana í nágrenninu. Leikskólinn hefur innleitt þróunarverkefnið, „Mál og læsi, færni til framtíðar.“
Hæfniskröfur deildarstjóra:
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum mikilvæg
- Stjórnunarreynsla mikilvæg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og faglegur metnaður
Hæfniskröfur sérkennslustjóra:
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari
- Menntun á sviði sérkennslu æskileg
- Reynsla af sérkennslustörfum mikilvæg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð
Allir áhugasamir, karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um.
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá ásamt leyfisbréfi og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
http://barnabaer.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn
Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2020.
Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu G. Jónasdóttir, leikskólastjóra í síma
452 4530 eða á netfangið johanna@blonduos.is