Leikskólinn Barnabær á Blönduósi auglýsir lausar stöður kennara og deilarstjóra fyrir skólaárið 2022-2023.
Starfshlutfall 100%
Ráðningartími: Sem fyrst eða eftir samkomulagi, um framtíðarstörf er að ræða.
Leikskólinn Barnabær er fimm deilda skóli með börn á aldrinum eins til fimm ára. Starfað er eftir Aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á læsisstefnu leik- og grunnskóla – færni til framtíðar, sem gefin var út af leik- og grunnskólum í Austur og Vestur Húnavatnssýslum og leikskóla Strandabyggðar 2020.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til kennslu
- Góð íslenskukunnátta
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum.
- Stundvísi
Fáist ekki starfsmenn með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða einstaklinga með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinendur.
Umsóknarfrestur er til og með 15. Júní 2022.
Nánari upplýsingar veita Edda Brynleifsdóttir leikskólastjóri í síma 455 4740, netfang: edda@blonduos.is eða Jenný Lind Gunnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 455 4741, netfang: jennylg@blonduos.is
Umsóknum má skila inn hér: https://barnabaer.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Unnið er eftir starfslýsingum Félags leikskólakennara sem finna má á www.ki.is
Þeir sem ráðnir eru inn í leikskólann Barnabæ þurfa að skila sakavottorði.