02. september 2021
Fréttir
- Vegna rétta er rétt að benda á reglur yfirvalda um göngur og réttir:
- Sveitarstjórn fer með stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta
og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir t.d. að hámarksfjöldi sem kemur
saman hverju sinni fari ekki yfir 200 manns. - Ef ekki er hægt að tryggja að framkvæmd gangna og rétta sé í samræmi við sóttvarnarreglur
þarf að sækja um undanþágu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á því að sækja um slíka undanþágu á
netfangið hrn@hrn.is. Sjá 2. mgr. 8. gr. reglugerðar um takmörkun á samkomum vegna
farsóttar nr. 962/2021. - Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt
strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 200 manns í samræmi við 3. gr. reglugerðar
nr. 962/2021. Fjöldatakmörkun tekur ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar. - Í fjallaskálum/húsnæði sem notað er við göngur þarf að fylgja reglum um sóttvarnir t.d.
varðandi loftræstingu, nálægðarmörk, handþvott og grímunotkun. Mælt er með að þau sem
taka þátt í göngum og réttum hlaðiniður í síma sína smitrakningarappinu -19 - Fólk sem tekur þátt í göngum og leitum ætti að hafa meðferðis andlitsgrímur og handspritt.
- Sveitarstjórn fer með stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta
Rétt er að benda á það að sótt hefur verið um undanþágu til Heilbrigðisráðuneytis um að í réttum fái að vera 300 manns. Verður greint frá niðurstöðu þessarar beiðni þegar hún liggur fyrir.
Hér má finna leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19