Við Blönduskóla eru lausar til umsóknar þrjár kennarastöður frá 1. ágúst 2018. Um er að ræða heimilisfræði á öllum stigum, danska í 7. – 10. bekk, almenn kennsla og umsjón á yngsta og/eða miðstigi.
Í Blönduskóla eru um 130 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólaárið 2017 - 2018 hófst innleiðing nýrrar læsisstefnu og stærðfræðistefnu auk áframhaldandi vinnu við nýtt námsmat. Skólinn er að festa í sessi náms- og kennsluaðferðir sem tengjast Orð af orði. Á vef skólans www.blonduskoli.is er að finna fréttir úr starfi skólans og ýmsar nauðsynlegar upplýsingar.
Hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi í grunnskóla með einstaklingsmiðaðar áherslur.
- Góð samskiptafærni.
- Góð tölvukunnátta.
- Góðir skipulagshæfileikar.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og faglegur metnaður.
Umsóknarfrestur er til 18. maí nk. og skal umsókn skilað með ferilskrá á netfang Þórhöllu Guðbjartsdóttur, skólastjóra: thorhalla@blonduskoli.is (frekari upplýsingar í síma 452-4147).
Blönduós er bær í alfara leið, með allri helstu þjónustu og fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum.