Tvær stöður eru nú lausar til umsóknar í mötuneyti Húnaskóla. Hér eru frekari lýsingar á störfunum:

Stjórnandi mötuneytis Húnaskóla

Starfið felst í stjórnun mötuneytis Húnaskóla sem er mötuneyti grunnskóla og leikskóla Húnabyggðar. Áætlaður fjöldi daglegra gesta er um 350, þar af um 260 börn og tæplega 100 fullorðnir. Fjöldi gesta getur breyst milli ára í takt við íbúaþróun og aðrar breytingar sem gerðar eru á rekstri sveitarfélagsins.

Í góðu samráði og samstarfi við menntastofnanir og skrifstofu sveitarfélagsins spilar mötuneytið lykilhlutverk í þróun og útfærslu lýðheilsustefnu sveitarfélagsins. Lögð er áhersla á að vinna með einfaldan, ferskan og hefðbundin íslenskan mat og matvæli. Lögð er áhersla á að vinna með hráefni úr héraði þegar það er mögulegt.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf við byrjun skólaárs eða sem fyrst í ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Mannaforráð í mötuneyti
  • Innkaup og birgðastýring
  • Ábyrgð á matseðli mötuneytis
  • Ábyrgð á gæðum mötuneytis
  • Ábyrgð á faglegum kröfum sem gerðar eru til mötuneytisins
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Menntun á sviði matreiðslu og/eða matargerðar
  • Reynsla af rekstri mötuneyta
  • Frumkvæði, jákvæðni og sköpunargleði
  • Stjórnunarreynsla og samskiptahæfileikar eru mikilvægir
  • Reynsla af innkaupum og birgðastjórnun
 
Hægt er að sækja um starfið á Alfreð eða með tölvupósti á netfangið hunabyggd@hunabyggd.is
 
 
 
 
Starfsmaður í mötuneyti Húnaskóla
 

Starfið felst í aðstoð við stjórnenda mötuneytis hvað varðar rekstur og eldamennsku í mötuneyti Húnaskóla.

Áætlaður fjöldi daglegra gesta er um 350, þar af um 260 börn og tæplega 100 fullorðnir. Fjöldi gesta getur breyst milli ára í takt við íbúaþróun og aðrar breytingar sem gerðar eru á rekstri sveitarfélagsins.

Í góðu samráði og samstarfi við menntastofnanir og skrifstofu sveitarfélagsins spilar mötuneytið lykilhlutverk í þróun og útfærslu lýðheilsustefnu sveitarfélagsins. Lögð er áhersla á að vinna með einfaldan, ferskan og hefðbundin íslenskan mat og matvæli. Lögð er áhersla á að vinna með hráefni úr héraði þegar það er mögulegt.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf við byrjun skólaárs eða sem fyrst í ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð:
  • Almenn störf í mötuneyti
  • Aðstoð við Innkaup og birgðastýringu
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Menntun á sviði matreiðslu og/eða matargerðar
  • Reynsla af störfum í mötuneyti eða veitingastöðum
  • Frumkvæði, jákvæðni og sköpunargleði
  • Samskiptahæfileikar eru mikilvægir
  • Reynsla af innkaupum og birgðastjórnun æskileg

 

Hægt er að sækja um starfið á Alfreð eða með tölvupósti á netfangið hunabyggd@hunabyggd.is
Getum við bætt efni þessarar síðu?