07. ágúst 2024
Fréttir
Laus er staða við ræstingar í sameign Hnitbjarga á Blönduósi og á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún.
Um er að ræða vikulega ræstingu á hvorum stað, 7 tímar á viku í heildina; fjórir á skrifstofunni og þrír í Hnitbjörgum.
Ræstinguna á skrifstofunni þarf að vinna utan skrifstofutíma.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi sambandsins og viðkomandi sveitarfélags.
Starfið hentar öllum kynjum.
Hægt er að sækja um hvora ræstinguna fyrir sig.
Nánari upplýsingar veitir Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri í gegnum netfangið thordis@felahun.is
Umsóknarfrestur er til og með 20 ágúst næstkomandi og umsókn um starfið ásamt fylgigögnum skal senda rafrænt í tölvupósti á thordis@felahun.is eða í gegnum atvinnuleitarmiðilinn Alfreð.