Launafulltrúi óskast á skrifstofu Blönduósbæjar

 

Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsmann í starf launafulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins.

Um er að ræða 100 % starf, eða eftir nánara samkomulagi, og er vinnutími frá 8:00 – 16:00.

Launafulltrúi sér um launavinnslu sveitarfélagsins ásamt öðrum almennum skrifstofustörfum.

 

Helstu verkefni: 

  • Launavinnsla fyrir alla starfsmenn sveitarfélagsins, ásamt tengdum félögum
  • Utanumhald með fræðslu og starfsþróun starfsmanna sveitarfélagsins
  • Samskipti við kjarasvið Sambands íslenskra sveitafélaga
  • Önnur almenn og sérhæfð skrifstofustörf á skrifstofu

 

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af störfum launafulltrúa eða af mannauðsmálum æskileg
  • Jákvæðni, skipulagshæfni og færni í mannlegum samskiptum
  • Þekking á skjalastýringarkerfum (ONE) eða sambærilegu æskileg  

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til þess að sækja um starfið.          Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

 

 

Nánari upplýsingar veitir Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri og skal senda skriflega umsókn með kynningarbréfi og ferilskrá (CV)  á netfangið:  valdimar@blonduos.is  fyrir 12. desember nk.

Getum við bætt efni þessarar síðu?