28. janúar 2022
Fréttir
- Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Orkustofnun bjóða til kynningar- og samráðsfundar vegna fyrirhugaðra breytinga á styrkjakerfi vegna kaupa á varmadælum.
- Fundurinn fer fram á Teams, miðvikudaginn 2. febrúar, kl. 9.00-10.00.
- Á fundinum verða kynnt áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, nr. 87/2002, sem umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hyggst leggja fram á næstunni.
- Samkvæmt núgildandi lögum eiga notendur sem njóta niðurgreiddrar rafhitunar þess kost að sækja um eingreiðslu til Orkustofnunar vegna kaupa á varmadælu. Stuðningskerfið hefur hins vegar í framkvæmd reynst þungt og óskilvirkt.
- Með frumvarpinu er stefnt að því að einfalda niðurgreiðslukerfið og stuðla þannig að sanngjarnara og skilvirkara kerfi sem hefur í för með sér fleiri varmadælur með ávinning fyrir neytendur, ríki, raforkukerfið og orkuskipti.
- Vinsamlegast látið Hrein Hrafnkelsson, sérfræðing í Umhverfisráðuneyti vita á netfanginu: hreinn.hrafnkelsson@uar.is eigi síðar en 31. janúar ef áhugi er á að taka þátt í fundinum.
- Viðkomandi aðilar fá þá sendan link til að tengjast fundinum á Teams.