Fimmtudaginn 1. mars næstkomandi, klukkan 17:00, munu Lee Ann Maginnis umsjónarmaður Dreifnáms í A-Hún, Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari FNV, Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri og fulltrúar frá nemendafélagi FNV kynna námsframboð, félagslíf og aðstöðu Dreifnáms í A- Hún og FNV. Allir nemendur í 9. og 10. bekk í grunnskólum A-Hún eru sérstaklega boðaðir til fundarins. Dreifnám í A-Hún er samvinnuverkefni Félags- og skólaþjónustu A-Hún og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Markmið Dreifnáms er að bjóða upp á 1-2 fyrstu námsár framhaldsskóla í heimabyggð. Fundurinn fer fram í húsnæði Dreifnámsins, Húnabraut 4, Blönduósi. Á fundinum verður farið yfir námsframboðið, starfsemi Dreifnámsins og foreldrum/forráðamönnum og nemendum gefið tækifæri til spyrja spurninga.
Kynning á dreifnámi í A-Húnavatnssýslu
23. febrúar 2018
Fréttir