10. maí 2022
Fréttir
Samhliða sveitarstjórnarkosningum þann 14.maí n.k. verður hægt að taka þátt í könnun á viðhorfi íbúa til tillagna að nafni á sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
Tillögurnar eru:
- Blöndubyggð
- Húnavatnsbyggð
- Húnabyggð
Þeir aðilar sem eiga ekki heimangengt á kjördag eða kjósa utankjörfundar geta tekið þátt í könnuninni með því að greiða atkvæði á skrifstofum sveitarfélaganna á hefðbundnum opnunartíma:
Skrifstofa Blönduósbæjar er opin alla virka daga frá kl. 09:00-15:00
Skrifstofa Húnavatnshrepps er opin mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga kl. 10-16 og föstudag kl. 10-12. Lokað er á miðvikudögum.
Íbúar sveitarfélaganna geta kosið á báðum stöðum.
Niðurstöður eru ekki bindandi og tekur ný sveitarstjórn ákvörðun um nýtt heiti þegar hún tekur til starfa.