Kjörfundur á Blönduósi vegna forsetakosninganna 27. júní 2020 hefst kl. 10 og lýkur kl. 22. Kjörstaður á Blönduósi er í Norðursal íþróttamiðstöðvarinnar, gengið er inn frá Melabraut.
Kjósendum ber að framvísa persónuskilríki á kjörstað. Kjósendum er einnig bent á kosningavef innanríkisráðuneytisins: www.kosning.is
Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum 27. júní 2020. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þrem vikum fyrir kjördag, þann 5. maí 2020. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.
Frá og með 15. júní til og með 26. júní nk. fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, Hnjúkabyggð 33 Blönduósi frá klukkan 09:00-15:00.
Kjörstjórn Blönduósbæjar skipa þau Auðunn Sigurðsson, Þórður Pálsson og Katrín Benediktsdóttir og munu þau hafa aðsetur í Norðursal einnig.
Kjörskrá á Blönduósi vegna forsetakosninganna þann 27.júní 2020 liggur frammi til sýnis á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33.
Nánari upplýsingar um forsetakosningarnar er að finna á vef stjórnarráðsins.