05. desember 2022
Fréttir
Það var blíðskaparveður síðdegis í gær þegar íbúar Húnabyggðar komu saman til að tendra ljósin á jólatrénu sem stendur framan við félagsheimilið á Blönduósi.
Jólatréð, sem er einstaklega fallegt kom úr Gunnfríðarstaðarskógi.
Nokkrir jólasveinar komu í heimsókn og gáfu krökkunum mandarínur. Elvar Logi spilaði og söng og boðið var upp á kaffi, kakó og piparkökur.
Það var Sigurey Arna nemandi í 1.bekk í Húnaskóla sem kveikti ljósin á trénu.
Á facebooksíðu Húnabyggðar má sjá fleiri myndir, smelltu hér.