Fimmtudaginn 5. september verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:00-19:00.

 

Á fundinum verða megin áherslur deiliskipulagslýsingar gamla bæjarins og Klifamýrar kynnt. Búið er að senda út deiliskipulagslýsinguna og þegar hafa borist ábendingar frá íbúum og eigendum eigna á svæðinu.

Fundurinn er liður í því að upplýsa alla íbúa Húnabyggðar um fyrrnefndar áherslur og veita frekari upplýsingar og safna saman hugmyndum og ábendingum áður en frekari vinna við deiliskipulagið heldur áfram.

Deiliskipulagslýsing - Gamli bærinn og Klifamýri

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í þessu mikilvæga verkefni.

Getum við bætt efni þessarar síðu?