Kæru íbúar

Opinn íbúafundur um fyrirhugaða sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi í kvöld þriðjudaginn 4. júní kl. 20:00.

Hvetjum alla til að mæta til þess að afla sér frekari upplýsinga um sameininguna og fólki gefst tækifæri til að spyrja sameininganefndina spurninga.

Fundinum verður streymt á Teams í gegnum þennan hlekk: 

Hlekkur á íbúafund

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Með góðri kveðju,

Sameiningarnefndin

Getum við bætt efni þessarar síðu?