03. september 2019
Fréttir
Blönduóssbær vill vekja athygli á því að námsmenn þurfa að sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til áramóta. Umsóknir vegna húsaleigubóta skulu hafa borist eigi síðar en 15. september.
Umsókn þarf að fylgja:
- Útfyllt umsóknareyðublað (eyðublað er að finna á heimasíðu Blönduósbæjar, blonduos.is)
- Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k 6 mánaða
- Staðfesting skóla um nám ungmenna
Húsaleigubætur greiðast mánaðarlega fyrir síðastliðinn mánuð.