07. október 2022
Fréttir
Húnabyggð vill vekja athygli á því að námsmenn þurfa að sækja um húsaleigubætur fyrir hverja skólaönn. Umsóknir vegna húsaleigubóta skulu hafa borist fyrir 21. október og er hægt að sækja um rafrænt hér, senda á netfangið: hunabyggd@hunabyggd.is eða skila inn á skrifstofu Húnabyggðar.
Umsókn þarf að fylgja:
- Útfyllt umsóknareyðublað, sem hægt er að nálgast hér.
- Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. 6 mánaða (húsaleigusamningur þarf ekki að vera þinglýstur ef um er að ræða heimavist)
- Staðfesting skóla um nám ungmenna (á ekki við um nemendur í FNV
Húsnæðisstuðningur greiðist mánaðarlega og er greiddur eftirá.
F.h. skrifstofu Húnabyggðar
Elfa Björk Sturludóttir (elfa@hunabyggd.is)