Blönduósbær vill vekja athygli á því að námsmenn þurfa að sækja um húsaleigubætur fyrir hverja skólaönn. Umsóknir vegna húsaleigubóta skulu hafa borist eigi síðar en 15. september á netfangið: blonduos@blonduos.is eða á skrifstofu Blönduósbæjar.

 

Umsókn þarf að fylgja:

  • Útfyllt umsóknareyðublað, sem hægt er að nálgast hér.
  • Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. 6 mánaða (húsaleigusamningur þarf ekki að vera þinglýstur ef um er að ræða heimavist)
  • Staðfesting skóla um nám ungmenna (á ekki við um nemendur í FNV)

 

Húsaleigubætur greiðast mánaðarlega fyrir mánuðinn á undan.

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?