14. janúar 2025
Fréttir
Húnabyggð vill vekja athygli á því að námsmenn, 15 – 17 ára, þurfa að sækja um húsnæðisstuðning fyrir hverja skólaönn. Umsóknir vegna húsnæðisstuðnings skulu hafa borist eigi síðar en 31. janúar. Umsókn er rafræn og má nálgast hér
Húsnæðisstuðningur greiðist mánaðarlega fyrir mánuðinn á undan.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast inni á vef Húnabyggðar www.hunabyggd.is