17. apríl 2019
Fréttir
Blönduósbær hefur ráðið Jón Þór Eyþórsson sem viðburðarstjóra fyrir Húnavöku 2019, en Jón Þór var valinn úr hópi 11 umsækjenda sem sóttu um starfið, sem var auglýst í mars s.l.
Jón Þór hefur yfirgripsmikla reynslu á þessu sviði, viðburðarstjórnunar, verkefnastýringar og markaðsmála, en hann mun sjá um undirbúning, skipulagningu dagskrár og framkvæmd fyrir HÚNAVÖKU 2019, sem nú er haldinn 18. – 21. júlí, ásamt öðrum sem koma þurfa að málum.
Menningar-, íþrótta og tómstundanefnd Blönduósbæjar fagnar ráðningu viðburðarstjóra og vonast eftir góðu samstarfi við Jón Þór, og að HÚNAVAKA 2019, verði eftirminnileg hátíð.
F.h Blönduósbæjar
Valdimar O Hermannsson