Húnavökuhátíðin 2019 er nú yfirstaðin og heppnaðist hún mjög vel, veður var gott þrátt fyrir smá kaldan og hvassan föstudag. Dagskráin var fjölbreytt og glæsileg fyrir alla fjölskylduna og voru flestir viðburðir hátíðarinnar vel sóttir og heppnuðust vel. Meðal viðburða sem fóru fram þessa helgi voru m.a.  golfmót þar voru 40 þáttakendur sem tóku þátt. Blönduhlaupið var einnig vel sótt, skotmót og opið hús hjá Skotfélaginu Markviss þar sem fjölmargir gestir gerðu sér ferð á svæðið. Gestir gátu kynnt sér uppbygginguna á svæðinu og reynt sig  við leirdúfur og skotmörk undir öruggri handleiðslu félagsmanna. Einnig fór fram hið árlega Höskuldsmót og tóku 8 keppendur þar þátt. Á laugardeginum var fótboltaleikur á Blönduósvelli þar sem Kormákur/Hvöt vs. Afríka fór fram, en Hvöt fór með stórsigur af velli. Kótelettukvöldið fór fram uppá Eyvindastofu og var vel sótt.  Í ár voru kvöldvökur haldnar í Fagrahvammi bæði kvöldin og á föstudagskvöldið stigu á svið Friðrik Dór, Hildur og Magni. Föstudagskvöldið endaði með stórdansleik í Félagsheimilinu með hljómsveitinni Á móti sól. Veðrið lék við gesti á laugardeginum og var kvöldvakan á laugardeginum vel sótt en þar komu fram Gunni Helga, Gunni Óla og Einar Ágúst úr Skítamótal, Daði Freyr og hinn eini sanni Helgi Björns. Skítamótall spilaði síðan á balli í Félagsheimilinu seinna um kvöldið.   Sápurennibrautin stóð fyrir sínu á sunnudeginum og var líf og fjör þar í kring.  

Umhverfisverðlaunin voru veitt á laugardagskvöldinu og fengu Laufey Jóhannsdóttir og Einar Sigurður Axelsson verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð á Húnabraut 16 á Blönduósi. Ámundakinn fékk viðurkenningu fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi hjá fyrirtæki sem Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri félagsins, veitti viðtöku. Móberg fékk verðlaun fyrir snyrtilegt bændabýli sem Bylgja Angantýsdóttir veitti viðtöku.

Blönduósbær vill að lokum koma sérstökum þökkum til Jón Þórs viðburðarstjórnanda Húnavöku 2019.

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?