Húnabyggð óskar eftir tilboðum í Ólafshús sem stendur við Blöndubyggð 14. Húsið er reist árið 1950 og er það einnar hæðar hús með risi og mænisþaki. Einn stór kvistur er á sitt hvorri hliðinni. Húsið er timburhús klætt asbesti að hluta og bárujárni að hluta. Þak er bárujárnsklætt. Skammt frá húsinu eru tvö sambyggð hús með mænisþaki, skúrar byggðir 1930 og 1975 og fylgja þeir eigninni.

 

Ólafshús nýtur mikillar sérstöðu í flóru gamalla húsa í gamla bæjarhlutanum og var lengi grasbýli við þéttbýlið. Húnabyggð selur húsin með kröfum um friðun þeirra og að endurbætur séu gerðar af virðingu við sögu hússins. Ný lóð verður skipulögð kringum húsin og upprunaleg lóð fylgir ekki með.

 

Kaupendur geri grein fyrir fyrirætlunum sínum með kaupunum og geri nokkuð nákvæma grein fyrir því hvernig viðhaldi og uppbyggingu eignanna verður háttað sem og notkun hússins til framtíðar.

 

Húsið er í lélegu ástandi og ekkert heitt vatn er tengt inn í húsin. Húsið selst í því ástandi sem það er.

 

Tilboð sendist á hunabyggd@hunabyggd.is fyrir 15.03.2024.

Getum við bætt efni þessarar síðu?