19. maí 2023
Fréttir
Húnabyggð auglýsir eftir starfskrafti í heimaþjónustu hjá sveitarfélaginu.
Starfið felst í heimaþjónustu við skjólstæðinga sveitarfélagsins sem fá slíka þjónustu.
Starfið felur í sér að þjónusta mismunandi aðila bæði í þéttbýlinu og dreifbýlinu.
Starfið felur í sér ferðir milli þjónustuþega á hverjum degi og á milli daga.
Lágmarksaldur umsækjenda er 25 ár.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þrif hjá skjólstæðingum sveitarfélagsins
Samskipti við skjólstæðinga sveitarfélagsins
Liðveisla við skjólstæðinga sveitarfélagsins
Ýmis verkefni með skjólstæðingum sveitarfélagsins í samvinnu við félags- og skólaþjónustu A-Hún.
Menntunar- og hæfniskröfur
Bílspróf nauðsynlegt
Góð mannleg samskipti og íslensku kunnátta
Þjónustulund og sveigjanleiki
Vinsamlegast sendið umsóknir á petur@hunabyggd.is
Upplýsingar um starfið gefur Pétur Arason sveitarstjóri á netfangið petur@hunabyggd.is
Umsóknarfrestur er til og með 31.maí 2023.