Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu óskar eftir að ráða starfsmann í samstarfi við Héraðsbókasafn Austur Húnavatnssýslu

Um er að ræða fjölbreytt starf sem tengjast flest skjalamálum og skjalavinnslu undir leiðsögn héraðsskjalavarðar, en einnig afgreiðslu á bókasafni.

Helstu verkefni:

● Umsjón með ljósmyndasafni og skráning ljósmynda.

● Frágang og skráningu afhendinga.

● Umsjón með heimasíðu og félagsmiðlum skjalasafnsins.

● Undirbúning og framkvæmd viðburða og kynninga á vegum skjalasafnsins.

● Afleysinga í afgreiðslu á Héraðsbókasafni.

 

Hæfniskröfur:

● Menntun sem nýtist í starfi.

● Reynsla og þekking af skjalavörslu æskileg.

● Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum.

● Nákvæmni í vinnubrögðum.

● Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

● Góð almenn tölvukunnátta.

 

Um 50-70% starfshlutfall er að ræða og æskilegast að starfsmaður geti hafið störf ekki síðar en 1. apríl 2021. Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu er staðsett á Blönduósi og rekið af Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál. Skjalavörður er Svala Runólfsdóttir og svarar hún spurningum og tekur á móti umsóknum í tölvupósti skjalhun@blonduos.is

Umsóknarfrestur er til 8.febrúar 2021

Getum við bætt efni þessarar síðu?