Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi Vestra verður haldinn mánudaginn 13.nóvember frá klukkan 13:00 - 16:00 í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd.
Endilega takið daginn frá !
Dagskrá
Þróun og tækifæri ferðaþjónustunnar á Asíumarkaði
- Ársæll Harðarson, forstöðumaður hjá Icelandair og formaður stjórnar íslenska-kínverska viðskiptaráðsins
Tryggingar í ferðaþjónustu
- Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja ehf tryggingamiðlun
Hvaða þátt á Expedia í fjölgun bandarískra ferðamanna á landsbyggðinni?
- Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, svæðisstjóri Expedia í Vestnorden löndunum (IS,GL,FO)
Hvað er í deiglunni hjá Markaðsstofunni ?
- Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Kaffihlé
„Opinn hljóðnemi“
Hvað liggur fólki í ferðaþjónustunni á Norðurlandi Vestra á hjarta ? Uppbyggilegar hugmyndir, athugasemdir, spurningar og reynslusögur uns hljóðneminn verður glóandi…