Blönduósbær minnir hrossaeigendur á að tilkynna þarf um hross sem sett eru í hagagöngu í Kúagirðingu.

Við skráningu þarf að koma fram hve mörg hrossin eru, hvenær sett í girðinguna og áætlað hvað lengi. Ekki heimild að setja graðhesta í hólfið.

Hross eru alltaf á ábyrgð eiganda í beitarhólfum.

 

Vikugjald er 420 kr á hross.

 

Hross eru í Kúagirðingu frá miðjum september fram að jólum og að hámarki til áramóta. Fer eftir veðráttu.

 

Skráning hrossa sendist á netfangið pall@blonduos.is

Getum við bætt efni þessarar síðu?