Fyrirlestrar í Heimilisiðnaðarsafninu laugardaginn 30. október kl: 14:00

 

1. Jón Torfason, mun flytja fyrirlesturinn "Saga af sulli". Þar er rakin saga ungs manns frá ofanverðri 19. öld sem veiktist af sullaveiki.

Fyrirlesturinn byggir á rannsókn þar sem fetað var í slóð hins unga manns.

 

2. Sigríður Sigurðardóttir, fyrrum safnvörður Byggðasafnsins í Glaumbæ, flytur fyrirlestur um "Þrif í Torfbæjum". Hér er fjallað um þrifanaðarhætti á torfbæjartímum. Skoðað hvernig torfhús voru þrifin, hvernig fataþvottar fóru fram og hvernig fólk þreif sjalft sig.

Fyrirlesturinn byggir á riti Sigríðar “Þrif og þvottar í torfbæjum” útg. 2016.

 

Góðir og fróðlegir fyrirlestrar sem segja má að kallist á og vert er á að hlýða.

Að þeim loknum kaffi og spjall.

Aðgangur ókeypis.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?