Starf fræðslustjóra í Austur Húnavatnssýslu er laust til umsóknar.
Um er að ræða 100% starf hjá Félags- og skólaþjónustu A-Hún sem er byggðasamlag sveitarfélaganna Húnabyggðar, Skagabyggðar og Skagastrandar. Skagabyggð sameinast Húnabyggð 1. ágúst n.k.
Undir starfið heyra leik- og grunnskólar í viðkomandi sveitarfélögum.
Um er að ræða spennandi starf í síbreytilegu skólasamfélagi sem er í mikilli þróun.
Helstu verkefni:
- Ráðgjöf og stuðningur við skólasamfélagið
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur skóla í ýmsum þáttum sem snúa að starfi skólanna
- Skipulag og eftirlit með sérfræðiþjónustu við skóla
- Innleiðing á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
- Umsjón með endurmenntun og þróunarstarfi í skólasamfélaginu
- Eftirlit með skólastarfi í sveitarfélögum byggðasamlagsins
- Þverfagleg vinna að málefnum skólabarna
- Stefnumótun í málaflokkum sem falla undir starfssvið fræðslustjóra
- Samskipti við aðila utan og innan sveitarfélaganna í fræðslumálum
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, framhaldsnám er kostur
- Góð þekking á sviði leik- og grunnskóla, leyfisbréf til kennslu er kostur
- Leyfi til notkunar á skimunar og/eða matstækjum sem nýtast í starfi er kostur
- Reynsla af störfum innan skólakerfisins nauðsynleg
- Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta bæði í ræðu og riti
- Reynsla af stjórnun er æskileg
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri, sími 661-5812. Netfang: thordis@felahun.is
Ólafur Þór Ólafsson, starfandi sveitarstjóri á Skagaströnd og framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu A-Hún, sími 849 2000. Netfang: sveitarstjori@skagastrond.is
Ásdís Ýr Arnardóttir, stjórnarformaður Félags- og skólaþjónustu A-Hún, sími 824-7567
Umsókn um starfið ásamt fylgigögnum skal senda rafrænt í tölvupósti á sveitarstjori@skagastrond.is eða í gegnum atvinnuleitarmiðilinn Alfreð.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem fram kemur hæfni viðkomandi til starfans ásamt yfirliti yfir nám og störf er nýtast í starfi að mati umsækjenda.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2024 og er stefnt að því að ráða í stöðuna frá 1. september 2024. Ráðning í starfið er ótímabundin.