Forstöðumaður félags- og tómstundastarfs fullorðinna
Húnabyggð auglýsir eftir forstöðumanni fyrir félags- og tómstundastarf fullorðinna. Í starfinu felst utanumhald starfseminnar, samvinna með tómstundafulltrúa Húnabyggðar, rekstur á húsnæðinu við Þverbraut 1, innkaup á nauðsynjum starfsins o.fl.
Starfsemin er opin á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá klukkan 13:00-16:00. Önnur starfsemi er í húsinu og reiknað er með að forstöðumaður hafi eftirlit með öðrum sem nota húsnæðið.
Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður, jákvæður og hafa áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni sem starfseminni fylgja. Sérstök þekking og/eða reynsla í hannyrðum er kostur.
Starfið er laust til umsóknar strax en reiknað er með því að að viðkomandi hefji störf ekki síðar en 1. september.
Áhugasamir sendi umsókn á hunabyggd@hunabyggd.is merkt „Forstöðurmaður félags- og tómstundastarfs fullorðinna“.
Fyrirspurnum er einnig svarað á hunabyggd@hunabyggd.is