14. apríl 2025
Fréttir
Húnabyggð óskar eftir að ráða starfsmenn í stöður flokkstjóra við Vinnuskóla Húnabyggðar sumarið 2025. Starfstíminn er frá 2. Júní – 31. Júlí. Um er að ræða 100% starfshlutfall, en nákvæmur starfstími er þó umsemjanlegur.
Helstu verkefni:
- Að stýra starfi ungmenna í vinnuskóla.
- Leiðbeina nemendum um vinnubrögð, verklag og samskipti á vinnustað.
- Vinna að því að efla liðsheild og góða líðan.
- Ábyrgð á tímaskráningu ungmenna.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af störfum með ungmennum æskileg.
- Stundvísi, samviskusemi og góð fyrirmynd.
- Góð samskipta- og skipulagshæfni.
- Bílpróf.
- Hreint sakavottorð.
- Aldurstakmark er 20 ára.
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl n.k.
Umsóknum skal skilað á netfangið: kristin@hunabyggd.is
Nánari upplýsingar veitir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir á netfangið: kristin@hunabyggd.is
Greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samstöðu.
Einstaklingar eru hvattir til að sækja um, óháð kyni.