09. apríl 2024
Fréttir
Húnabyggð óskar eftir flokkstjórum við Vinnuskólann þar sem 13-15 ára unglingum gefst kostur á að vinna ýmiskonar sumarstörf í júní og júlí.
Starfið felst í að verkstýra og hafa umsjón með vinnuhópum unglinga og sjá til þess að þau hafi nóg að gera og líði vel.
Ekki eru gerðar neinar sérstakar kröfur um menntun en reynsla af störfum með ungmenni er æskileg og aldurstakmark er 20 ára. Nauðsynlegt er að hafa bílpróf og reynsla með kerrur er kostur.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samstöðu og umsóknir sendist á hunabyggd@hunabyggd.is merktar „Flokksstjóri“. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2024.