Félagsmiðstöðin Skjólið í Húnabyggð auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum.

Um er að ræða tímavinnu þar sem unnið er 1-3 kvöld í viku, u.þ.b. 15 tímar á mánuði.

Umsækjandi þarf að:

  • Hafa náð 20 ára aldri.
  • Hafa áhuga og/eða reynslu á starfi með börnum og unglingum.
  • Sýna jákvæðni, sveigjanleika og lipurð í samskiptum.
  • Geta unnið með öðrum.
  • Hafa hreint sakavottorð skv. 10.gr æskulýðslaga (lög nr. 70/2077).
  • Hafa frumkvæði og vera sveigjanlegur í starfi.

 

Helstu verkefni:

  • Skipulagning og undirbúningur á fjölbreyttu tómstundastarfi með börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára.
  • Vinna með börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára.
  • Vera leiðandi fyrirmynd í uppbyggilegu starfi félagsmiðstöðvarinnar og leitast við að efla sjálfsmynd unglinga og virkja þá til uppbyggilegrar þátttöku.
  • Almenn umhirða og reglulegur frágangur á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar.
  • Ferðir og viðburðir á vegum félagsmiðstöðvarinnar.

 

Virk þátttaka ungmenna í félagsstarf er til þess fallin að auka félagslega hæfni, þroska og jákvæða sjálfsmynd þeirra. Því er mikilvægt að starfsfólk geti skapað andrúmsloft þar sem allir séu boðnir velkomnir í félagsmiðstöðvarstarfið á eigin forsendum.

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um.

Tímabundin vinna frá 1.september 2023 til 17.maí 2024.

 

Umsóknir berist á netfangið kristin@hunabyggd.is. Umsóknarfrestur er til 25.ágúst 2023.

 

Frekari upplýsingar veitir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Húnabyggðar í síma 455-4700 eða á netfangið kristin@hunabyggd.is

Getum við bætt efni þessarar síðu?