Félagsmiðstöðin Skjólið í Húnabyggð auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum.

Um er að ræða tímavinnu þar sem unnið er 1-3 kvöld í viku, u.þ.b. 20 tímar á mánuði.

Umsækjandi þarf að:

  • Hafa náð 20 ára aldri.
  • Hafa áhuga og/eða reynslu á starfi með börnum og unglingum.
  • Sýna jákvæðni, sveigjanleika og lipurð í samskiptum.
  • Geta unnið með öðrum.
  • Hafa hreint sakavottorð skv. 10.gr æskulýðslaga (lög nr. 70/2077).
  • Hafa frumkvæði og vera sveigjanlegur í starfi.

 

Helstu verkefni:

  • Skipulagning og undirbúningur á fjölbreyttu tómstundastarfi með börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára.
  • Vinna með börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára.
  • Vera leiðandi fyrirmynd í uppbyggilegu starfi félagsmiðstöðvarinnar og leitast við að efla sjálfsmynd unglinga og virkja þá til uppbyggilegrar þátttöku.
  • Almenn umhirða og reglulegur frágangur á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar.
  • Ferðir og viðburðir á vegum félagsmiðstöðvarinnar.

 

  Virk þátttaka ungmenna í félagsstarf er til þess fallin að auka félagslega hæfni, þroska og jákvæða sjálfsmynd þeirra. Því er mikilvægt að starfsfólk geti skapað andrúmsloft þar sem allir séu boðnir velkomnir í félagsmiðstöðvarstarfið á eigin forsendum.

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um.  

 

Umsóknir berist á netfangið kristin@blonduos.is. Umsóknarfrestur er til 26.ágúst 2022.

 

Frekari upplýsingar veitir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Húnabyggðar í síma 455-4703 eða á netfangið kristin@blonduos.is

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?