Umsækjendur þurfa að hafa náð að lágmarki 20 ára aldri og vera reglusamir og góðar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga.

Eftirtalin atriði eru á meðal þeirra verkefna sem frístundaleiðbeinendur í Skjólinu þurfa að sinna:

  • Skipulagning og undirbúningur á fjölbreyttu tómstundastarfi með börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára.
  • Skipulagning á dagskrá, viðburðum og hópastarfi í samstarfi við annað starfsfólk og unglinga.
  • Hvetja börn og unglinga til þátttöku í fyrirbyggjandi tómstundastarfi og fræðslu.
  • Sækja viðburði, fundi og námskeið á vegum Samfés, Samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi.
  • Fararstjórn í 2-3 ferðalögum á ári á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
  • Almenn umhirða og reglulegur frágangur á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar.

Umsóknarfrestur er til 29. ágúst n.k. og skal umsóknum skilað til forstöðumanns á netfangið pallrunar@blonduskoli.is þar sem einnig er hægt að fá frekari upplýsingar um starfið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?