Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2023:
* Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir
* Verkefnastyrkir á menningarsviði
* Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóv. nk.
Á heimasíðu SSNV http://www.ssnv.is/is/uppbyggingarsjodur er að finna
úthlutunarreglur, matsblað og ýmsar leiðbeiningar við gerð umsókna.
Góð umsókn eykur möguleika umsækjenda á að fá styrk úr sjóðum svo mikilvægt er að vanda vel til verka.
Starfsmenn SSNV eru ætíð reiðubúnir til aðstoðar.
Rafrænn kynningarfundur verður haldinn á zoom mánudaginn 10. október kl. 12:00. Nánari upplýsingar um hann má finna á facebook síðu samtakanna.
Starfsmenn SSNV verða með vinnustofur/viðtalstíma þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Vinnustofur/viðtalstímar verða sem hér segir:
Mánudagur 17. okt
Kl. 13-16 skrifstofa SSNV, Hvammstanga
Miðvikudagur 19. okt
Kl. 10-12 Hótel Varmahlíð
Kl. 10-12 Vesturfarasetrið. Hofsósi
Kl. 13-16 Skrifstofa SSNV, Sauðárkróki
Fimmtudagur 20. okt
kl. 10-12 skrifstofa SSNV, Skagaströnd
Kl. 13-16 Kvennaskólinn, Blönduósi
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofur hér. Ef tímasetning vinnustofanna hentar ekki er einnig hægt að bóka tíma með ráðgjafa á öðrum tíma til að fá aðstoð. Upplýsingar um ráðgjafa SSNV má finna hér.