Greiða má atkvæði utan kjörfundar um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Húnavatnshrepps hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur tilkynnt að hægt sé að greiða atkvæði á skrifstofum embættisins sem hér segir:
- Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00. Miðvikudaginn 2. júní er opið til kl. 19.
- Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00
Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir í samráði við hreppsstjóra:
- Sveitarfélaginu Skagaströnd, að Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, hjá Magnúsi B Jónssyni, skipuðum hreppsstjóra, s-899-4719:
Miðvikudaginn 2. júní nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 16:00.
Kosið var á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd fyrir hádegi þann 1. júní.
Kosið verður á HSN Blönduósi miðvikudaginn 2. júní kl. 10-12.
Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.
Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.