10. maí 2021
Fréttir
- Viðmiðunardagur kjörskrár fyrir komandi sameiningarkosningu í Austur-Húnavatnssýslu er 15. maí næstkomandi.
- Um er að ræða sameiningarkosningu þar sem íbúar taka afstöðu til sameiningar Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og sveitarfélagsins Skagastrandar í Austur-Húnavatnssýslu.
- Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 15. maí nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 14. maí eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.
- Í sameiningarkosningum eiga námsmenn sem búsettir eru á Norðurlöndunum rétt á því að vera teknir á kjörskrá en þeir þurfa að sækja sérstaklega um það hjá Þjóðskrá Íslands á þar til gerðu eyðublaði K-101 ásamt því að skila inn staðfestingu á námsvist.
- Hægt er að kjósa í sendiráðum Íslands í viðkomandi landi. Upplýsingar þessar eru fengnar á www.skra.is