Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta að loknum sveitarstjórnarkosningum hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið og skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort Landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun.
Sveitarstjórn Húnabyggðar ákvað á fundi sínum 12. desember 2023 að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags og að stefnt sé að því að þeirri vinnu ljúki á yfirstandi kjörtímabili.
Í gildi er aðalskipulag fyrir sveitarfélögin þrjú sem sameinuðust í Húnabyggð árin 2022 og 2024.
· Aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030
o Samþykkt í sveitarstjórn 25. maí 2012, öðlaðist gildi 11. júní 2012
· Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010-2022
o Samþykkt í sveitarstjórn 25. maí 2012, öðlaðist gildi 11. júní 2012
Þá er í gildi Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 5. september 2011 og öðlaðist gildi 5. október 2011.

HÉR má sjá skipulagslýsingu Aðalskipulags Húnabyggðar 2025-2037.

Athugasemdarfrestur er til og með 28. nóvember 2024 og sendast á bygg@hunabyggd.is.

Getum við bætt efni þessarar síðu?