03. september 2019
Fréttir
Fyrstu réttir voru um helgina í Hvammsrétt sem er ný fjárrétt í Langadal. Þar er tekið við fé til réttar sem smalað er úr Langadalsfjalli en áður hafði verið aðstaða heim við hús í Hvammi. Réttarstörfin gengu vel og var almenn ánægja með réttina. Blönduósbær byggði réttina og var smíði hennar í höndum Halldórs Skagfjörð frá Fagranesi. Jarðvinnuverktaki var Júlíus Líndal frá Holtastöðum.