Í júlí gekk Sigríður Helga leikskólastjóri frá fastráðningu við Eddu Brynleifsdóttir í stöðu aðstoðarleikskólastjóra, Edda útskrifaðist sem leikskólakennari 2005, starfað sem deildarstjóri, sérkennslustjóri og aðstoðarleikskólastjóri á Seljaborg í Reykjavík, einnig starfaði hún á Laufásborg í Reykjavík.
Hún hóf störf á Leikskólanum Barnabæ 2008,sem deildarstjóri, einnig hefur hún starfað sem sérkennslustjori og aðstoðarleikskólastjóri á Barnabæ.
Edda fór í leyfi í tvö ár frá 2016-2018 þegar hún hóf sjálfstæðan atvinnurekstur hér í bæ.
Einnig hefur Edda lokið námi í ferðamálafræði, Mætti kvenna, hagnýtt nám til stofnunar fyrirtækis og rekstur og Skrifstofuskólanum
Það er ánæjulegt að ráða inn til skólans reyndan kennara sem aðstoðarskólastjóra, sem er með góðan og fjölbreyttan bakgrunn sem nýtist vel í því fjölbreytta starfi sem aðstoðarleikstjóri er.