Blönduósbær leitar að áhugasömum aðila, með þekkingu og reynslu af viðburðarstjórnun, til að stjórna viðburðum í sveitarfélaginu. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á framlengingu til lengri tíma.
Starfið felur m.a. í sér stjórnun og umsjón Húnavöku og útgáfu kynningarefnis. Húnavaka er bæjarhátíð sem haldin er þriðju helgina í júlí ár hvert. Árið 2019 verður hún haldin daganna 18. – 21. júlí. Húnavaka er opin öllum og samanstendur m.a. af fjölskylduskemmtun, dansleikjum, söngvakeppni og kvöldvöku
Hæfnikröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af viðburðarstjórnun
- Samskipta- og samvinnuhæfni
- Jákvætt viðhorf, sveigjanleika og þjónustulund
- Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
Nánari upplýsingar veitir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri í síma 455 4700 eða á netfangið valdimar@blonduos.is
Umsóknarfrestur er til 5. mars 2019.
Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og hugmyndir um hvernig umsækjandi sér fyrir sér hátíðina til framtíðar.
Blönduós er 950 manna sveitarfélag í Austur-Húnavatnssýslu. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og býður svæðið upp á skemmtilegar heimsóknir fyrir ferðamenn allt árið um kring. Þá er ein glæsilegasta sundlaug landsins á Blönduósi. Upplýsingar um Blönduósbæ má finna á heimasíðunni: www.blonduos.is